Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2024 23:17 Ásthildur Lóa ræddi efnahagsástandið og fyrirhuguð mótmæli í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira