Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir BSRB og VR. Þau telja mikilvægt að fólk mæti á mótmæli á morgun. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18