Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 22:15 Þessir stuðningsmenn voru ekki dulbúnir heldur gallharðir stuðningsmenn danska liðsins sem vann flottan sigur. Getty/David Lidstrom Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira