„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:38 Anita Lind í baráttunni. Vísir/Diego Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild. „Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira