„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:23 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við stjórnartaumunum hjá Keflavík í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira