Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Fótbolti Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Fótbolti Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Körfubolti Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Fótbolti Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Körfubolti Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Enski boltinn Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Íslenski boltinn Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Fótbolti Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki stjórnað áliti annarra“ Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Varði mark botnliðsins en bar samt af Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Karólína Lea og stöllur enn taplausar Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Johan Neeskens fallinn frá Onana haldið oftast hreinu Cecilía fer á kostum í Mílanó Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Fótbolti Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Fótbolti Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Körfubolti Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Fótbolti Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Körfubolti Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Enski boltinn Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Íslenski boltinn Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Fótbolti Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki stjórnað áliti annarra“ Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Safnaði kröftum á Íslandi eftir brottrekstur Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Varði mark botnliðsins en bar samt af Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Karólína Lea og stöllur enn taplausar Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Johan Neeskens fallinn frá Onana haldið oftast hreinu Cecilía fer á kostum í Mílanó Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? Sjá meira