Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira