Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2024 20:39 Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. vísir / hulda margrét Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira
Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32