Alex Morgan ófrísk og að hætta í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 18:03 Alex Morgan hefur ákveðið að segja þetta gott í fótboltanum og á bara eftir að spila einn kveðjuleik um komandi helgi. Getty/Brad Smith Bandaríska fótboltastjarnan Alex Morgan hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en þetta tilkynnti hún í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024 Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira