Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:02 Andri Lucas Guðjohnsen í umspilsleiknum gegn Úkraínu í mars. Ísland komst í umspilið um sæti á EM vegna árangurs í Þjóðadeildinni og nú er ný leiktíð að hefjast í henni. Getty/Mateusz Slodkowski Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira