Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 19:20 Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Íslands skera sig úr öðrum OECD ríkjum með ýmsum hætti. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10
Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21