Hættir sem borgarfulltrúi sósíalista Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 15:47 Trausti Breiðfjörð Magnússon náði kjöri sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2022. Vísir/Arnar Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn. Fyrrverandi borgarfulltrúinn greinir frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni. Trausti segir hana ekki hafa verið auðvelda en að hann standi við hana. Andrea Helgadóttir, nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Reykjavíkurborg „Undanfarið ár hef ég verið að glíma við veikindi og því verið í leyfi til að setja heilsuna í forgang. Það hefur gengið vel og sem betur fer er heilsan á uppleið. Ég veit þó að ég get ekki snúið aftur til vinnu í borgarstjórn, þar sem mikillar orku og vinnuframlags er krafist. Það væri hvorki greiði gerður við mig, félaga mína í flokknum né borgarbúa að fá mig til starfa í því ástandi sem ég er í. Eftir mikla íhugun er þetta því niðurstaðan,“ segir í færslu Trausta. Fram kemur í bréfi sem var lagt fyrir á síðasta fundi forsætisnefndar borgarinnar að veikindaleyfi Trausta hafi verið framlengt til 1. september. Trausti hafi farið í veikindaleyfi 13. nóvember. Borgarfulltrúar sem forfallist vegna veikinda eða slyss eigi rétt á fullum launum í allt að ár. Trausti var annar tveggja borgarfulltrúa sem sósíalistar náðu inn í borgarstjórn í kosningunum 2022. Hann var síðasti maður sem náði inn. Andrea var þriðja á lista sósíalista fyrir kosningarnar. Á vefsíðu flokksins fyrir kosningarnar lýsti Andrea sér sem einstæðri móður í láglaunastarfi við leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Fyrrverandi borgarfulltrúinn greinir frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni. Trausti segir hana ekki hafa verið auðvelda en að hann standi við hana. Andrea Helgadóttir, nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Reykjavíkurborg „Undanfarið ár hef ég verið að glíma við veikindi og því verið í leyfi til að setja heilsuna í forgang. Það hefur gengið vel og sem betur fer er heilsan á uppleið. Ég veit þó að ég get ekki snúið aftur til vinnu í borgarstjórn, þar sem mikillar orku og vinnuframlags er krafist. Það væri hvorki greiði gerður við mig, félaga mína í flokknum né borgarbúa að fá mig til starfa í því ástandi sem ég er í. Eftir mikla íhugun er þetta því niðurstaðan,“ segir í færslu Trausta. Fram kemur í bréfi sem var lagt fyrir á síðasta fundi forsætisnefndar borgarinnar að veikindaleyfi Trausta hafi verið framlengt til 1. september. Trausti hafi farið í veikindaleyfi 13. nóvember. Borgarfulltrúar sem forfallist vegna veikinda eða slyss eigi rétt á fullum launum í allt að ár. Trausti var annar tveggja borgarfulltrúa sem sósíalistar náðu inn í borgarstjórn í kosningunum 2022. Hann var síðasti maður sem náði inn. Andrea var þriðja á lista sósíalista fyrir kosningarnar. Á vefsíðu flokksins fyrir kosningarnar lýsti Andrea sér sem einstæðri móður í láglaunastarfi við leikskóla hjá Reykjavíkurborg.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira