Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 13:22 Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Getty Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi. Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi.
Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira