„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 Orri Steinn mun leika í La Liga í vetur fyrir Real Sociedad. vísir/arnar Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira