Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 14:34 Valtýr segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði gúmmíbangsa með kannabiss. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. Aðsend og Vísir/Getty Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“ Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“
Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23