Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:30 Steven Bergwijn og Memphis Depay á Evrópumótinu í sumar. Hvorugur þeirra er í hollenska hópnum sem mætir Bosníu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 7. og 10. september. Getty/Rene Nijhuis Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira