Rúnar: Þetta er bara skelfilegt Árni Jóhannsson skrifar 1. september 2024 21:48 Það er ýmislegt sem Rúnar þarf að hugsa um næstu daga. vísir/Diego Fram gerði sér enga greiða í dag þegar liðið tapaði fyrir HK í Kórnum 1-0 í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Þar með er ljóst að Fram verður í neðri hlutanum og sagði þjálfari liðsins, Rúnar Kristinsson, að liðið þurfi að gera sér ljóst að þeir eru í botnbaráttu það sem eftir er tímabilsins. „Þetta er búið að vera saga okkar í undaförnum leikjum. Við erum að koma okkur í fínar stöður, náum að stoppa HK í sínum aðgerðum og varnarleikurinn okkar var fínn en ein fyrirgjöf og mark gerir það að verkum að við töpum leiknum. Við erum sjálfum okkur verstir“, sagði Rúnar þegar hann var spurður út í allar þær góðu stöður sem liðið kom sér í en fór illa með. Rúnar fór ekki í grafgötur með skoðun sína á þeirri staðreynd að þeir verði í neðri helmingnum þegar deildinni verður skipt upp. „Það er skelfilegt. Við erum búnir að vera svo nálægt því og fá svo marga sénsa á að koma okkur upp í topp sex. Sigur í dag hefði komið okkur í úrslitaleik um að komast í efri hlutann í síðustu umferðinni. Úr því að við töpuðum þá er það bara afgreitt. Við erum komnir í botnbaráttuna og við erum bara komnir í fallslag. Við þurfum að reisa okkur við og koma okkur á lappir. Það er búið að ganga illa hjá okkur undanfarið.“ „Í dag get ég samt ekki verið ósáttur við að vera með boltann 60% af tímanum, 20 og eitthvað skot og fullt af flottum sóknum. Liðið er búið að taka að mínu mati gott skref í sumar og gera góða hluti en svo geta menn hlegið að því að við höfum tapað fjórum leikjum í röð og við fáum ekkert fyrir það. Við erum allavega komnir með grunn sem við getum byggt ofan á í framtíðinni. Við þurfum að rísa upp aftur, nýta landsleikjahléið til að koma mönnum inn í liðið aftur sem við höfum saknað. Við þurfum að líta í eigin barm, bæta okkar leik og gera okkur grein fyrir botnbaráttunni sem við erum komnir í.“ Þarf þá að breyta einhverju hjá liðinu í ljósi stöðunnar? „Nei, alls engu. Við þurfum bara að framkvæma hlutina örlítið betur og nýta færin okkar betur. Mér fannst við vera mjög flottir varnarlega, gefum engin færi á okkur. Ég man ekki til þess að HK hafi fengið færi. Ef liðið spilar þannig þá eru töluvert góðar líkur á því að þú vinnir leikinn en svo þegar þú færð mark úr fyrirgjöf sem er varla færi þá getur þú tapað fótboltaleikjum.“ „Þetta er stundum erfiður geiri og getur farið í hausinn á þér eins og á móti KA þar sem mínir drengir gerðu allt rétt og mjög margt gott. Aftur í dag gerðum við mjög margt gott en svo fáum við ekkert fyrir það og þá verðum við að bíta í það súra.“ Í svona leikjum eins og leikurinn var í dag þá hlýtur það líka að vera rándýrt að mistnota víti eins og Fred gerði í lok fyrri hálfleiks? „Já auðvitað er það rándýrt. Við treystum Fred fullkomlega fyrir því að taka vítin. Það er ekki öruggt að þú skorir þó þú fáir vítaspyrnu og markmaðurinn þeirra gerði bara mjög vel. Það er alltaf gott að fá þær en það gekk ekki í dag og úr varð spennuþrunginn leikur. Við reyndum að henda miklu fram en það opnaði ekki leikinn en við ætluðum að reyna að koma okkur í úrslitaleik um topp 6 en fáum á okkur mark sem þar sem góð fyrirgjöf fer í gegnum allan pakkann og lítið við því að gera.“ Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
„Þetta er búið að vera saga okkar í undaförnum leikjum. Við erum að koma okkur í fínar stöður, náum að stoppa HK í sínum aðgerðum og varnarleikurinn okkar var fínn en ein fyrirgjöf og mark gerir það að verkum að við töpum leiknum. Við erum sjálfum okkur verstir“, sagði Rúnar þegar hann var spurður út í allar þær góðu stöður sem liðið kom sér í en fór illa með. Rúnar fór ekki í grafgötur með skoðun sína á þeirri staðreynd að þeir verði í neðri helmingnum þegar deildinni verður skipt upp. „Það er skelfilegt. Við erum búnir að vera svo nálægt því og fá svo marga sénsa á að koma okkur upp í topp sex. Sigur í dag hefði komið okkur í úrslitaleik um að komast í efri hlutann í síðustu umferðinni. Úr því að við töpuðum þá er það bara afgreitt. Við erum komnir í botnbaráttuna og við erum bara komnir í fallslag. Við þurfum að reisa okkur við og koma okkur á lappir. Það er búið að ganga illa hjá okkur undanfarið.“ „Í dag get ég samt ekki verið ósáttur við að vera með boltann 60% af tímanum, 20 og eitthvað skot og fullt af flottum sóknum. Liðið er búið að taka að mínu mati gott skref í sumar og gera góða hluti en svo geta menn hlegið að því að við höfum tapað fjórum leikjum í röð og við fáum ekkert fyrir það. Við erum allavega komnir með grunn sem við getum byggt ofan á í framtíðinni. Við þurfum að rísa upp aftur, nýta landsleikjahléið til að koma mönnum inn í liðið aftur sem við höfum saknað. Við þurfum að líta í eigin barm, bæta okkar leik og gera okkur grein fyrir botnbaráttunni sem við erum komnir í.“ Þarf þá að breyta einhverju hjá liðinu í ljósi stöðunnar? „Nei, alls engu. Við þurfum bara að framkvæma hlutina örlítið betur og nýta færin okkar betur. Mér fannst við vera mjög flottir varnarlega, gefum engin færi á okkur. Ég man ekki til þess að HK hafi fengið færi. Ef liðið spilar þannig þá eru töluvert góðar líkur á því að þú vinnir leikinn en svo þegar þú færð mark úr fyrirgjöf sem er varla færi þá getur þú tapað fótboltaleikjum.“ „Þetta er stundum erfiður geiri og getur farið í hausinn á þér eins og á móti KA þar sem mínir drengir gerðu allt rétt og mjög margt gott. Aftur í dag gerðum við mjög margt gott en svo fáum við ekkert fyrir það og þá verðum við að bíta í það súra.“ Í svona leikjum eins og leikurinn var í dag þá hlýtur það líka að vera rándýrt að mistnota víti eins og Fred gerði í lok fyrri hálfleiks? „Já auðvitað er það rándýrt. Við treystum Fred fullkomlega fyrir því að taka vítin. Það er ekki öruggt að þú skorir þó þú fáir vítaspyrnu og markmaðurinn þeirra gerði bara mjög vel. Það er alltaf gott að fá þær en það gekk ekki í dag og úr varð spennuþrunginn leikur. Við reyndum að henda miklu fram en það opnaði ekki leikinn en við ætluðum að reyna að koma okkur í úrslitaleik um topp 6 en fáum á okkur mark sem þar sem góð fyrirgjöf fer í gegnum allan pakkann og lítið við því að gera.“
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11