Fyrsti kosningasigur öfgahægriflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 21:38 Björn Höcke, oddviti AfD í Þýringalandi, hlaut nýlega dóm fyrir að nota vísvitandi nasistaslagorð. Hann hefur áfrýjað dómnum. AP/Michael Kappeler/DPA Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) vann sínar fyrstu sambandslandskosningar í dag. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að flokkurinn komist í stjórn er þetta fyrsti sigur hægriöfgaflokks í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent