Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 20:03 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira