Dregið í nýja Meistaradeild í beinni: Hvaða stórleiki býður tölvan upp á? Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 10:01 Luka Modric og félagar í Real Madrid eru vanir því að handleika bikarinn eftirsótta. Nú þurfa liðin að takast á við nýtt fyrirkomulag og fleiri leiki. Getty/Angel Martinez Nýja útgáfan af Meistaradeild Evrópu í fótbolta er að hefjast og í dag ræðst það hvaða lið mætast í 36 liða deildakeppninni sem búin hefur verið til. Búast má við stórleikjum í hverri leikviku og spennu fram á síðustu stundu. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira