Eru þrír milljarðar nóg fyrir Orra? Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 23:11 Orri Steinn Óskarsson mættur til Skotlands þar sem FCK mætir Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu, á 20 ára afmælisdegi Orra á morgun, fimmtudag. Getty/Craig Foy Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er afar eftirsóttur og virðist spænska félagið Real Sociedad tilbúið að leggja mest undir til að tryggja sér þennan unga Íslending. Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira