Eru þrír milljarðar nóg fyrir Orra? Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 23:11 Orri Steinn Óskarsson mættur til Skotlands þar sem FCK mætir Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu, á 20 ára afmælisdegi Orra á morgun, fimmtudag. Getty/Craig Foy Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er afar eftirsóttur og virðist spænska félagið Real Sociedad tilbúið að leggja mest undir til að tryggja sér þennan unga Íslending. Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira