„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 11:44 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og liggur enn á spítala. Enn stendur til að vísa honum úr landi, nokkuð sem ofbýður mótmælendum sem fjölmenntu á Austurvöll í gær. Vísir/Arnar Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir. Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir.
Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11