Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 22:44 Til stendur að vísa Yazan og fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. Vilhelm/Arnar Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann. Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11
Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01