Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 23:00 Townsend hefur spilað alls 291 leik í ensku úrvalsdeildinni en er í dag staddur í Tyrklandi. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira