Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:58 Þrátt fyrir að Danir séu nú hvattir til að vera búnir undir neyðarástand segja stjórnvöld að ekki stafi bein hernaðarógn að landinu og ekki sé tilefni til að hamstra vistir. AP/James Brooks Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira