Kallaði borgina skítapleis og skoraði svo þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Noni Madueke verður líklega aldrei vinsælasti maðurinn í Wolverhampton. Shaun Botterill/Getty Images Noni Madueke, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, átti sannarlega viðburðarríkan dag í borginni Wolverhampton í gær. Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira