Gagnrýnin sérstök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 22:59 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku. Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira