„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:56 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira