Fólk rugli oft Íslendingum og Grænlendingum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 22:00 Qupanuk Olsen er stödd á Íslandi þessa dagana. Vísir/Bjarni Vinsælasti áhrifavaldur Grænlands telur landið verða næsta heita áfangastað norðursins. Ferðamennska þar er á blússandi siglingu, meðal annars vegna myndbandanna sem hún birtir á samfélagsmiðlum sínum. Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk. Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk.
Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira