Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 17:03 Skálarnir við Drekagil í morgun. Gígur gestastofa Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. „Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna. Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
„Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna.
Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira