Fyrsti sautján ára strákurinn með þrennu síðan Haaland náði því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 15:45 Sverre Nypan er efnilegur fótboltamaður og líklegur til að komast fljótlega í sterkari deild. Getty/Mark Scates Táningurinn Sverre Nypan var í aðalhlutverki í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar Rosenborg vann öruggan sigur á Lilleström. Þetta er frægur leikur því hann var flautaður af á sínum tíma vegna þess að stuðningsmenn hentu fiskibollum inn á völlinn til að mótmæla myndbandsdómgæslu. Leikurinn fór fram í gær en fyrir luktum dyrum. Stuðningsmenn Rosenborg misstu því af því þegar hinn sautján ára gamli Nypan fór á kostum og skoraði þrennu. Nypan er fyrsti sautján ára strákurinn til að skora þrennu í efstu deild í Noregi síðan sjálfur Erling Braut Haaland náði því fyrir Molde á móti Brann í júlímánuði árið 2018. Nypan er meira að segja 99 dögum yngri en Haaland var á þeim tíma. Nypan er fæddur 19. desember 2006 og var því bara 17 ára og 246 daga gamall í gær. Nypan hefur alls skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Hans besta staða er á miðri miðjunni en getur líka spilað fremst á miðjunni eða í framlínunni. Hann var á þriggja manna miðju í leiknum í gær. Mörkin hans komu í lok fyrri hálfleiks og svo á 72. og 78. mínútu. 🇳🇴 Sverre Halseth Nypan (17) vs. Lillestrøm:☑️ 80 minutes⚽️ 3 goals (1 penalty)🚀 5 shots🔀 3 dribbles completed🔑 1 chance created💥 6 touches in the opposition’s box🤩 4-0 win3 wins in their last 4 for @RBKfotball.A reminder that Nypan is only 17! 🤯 pic.twitter.com/I3XOKsYoc6— Football Wonderkids (@fbwonderkids) August 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Þetta er frægur leikur því hann var flautaður af á sínum tíma vegna þess að stuðningsmenn hentu fiskibollum inn á völlinn til að mótmæla myndbandsdómgæslu. Leikurinn fór fram í gær en fyrir luktum dyrum. Stuðningsmenn Rosenborg misstu því af því þegar hinn sautján ára gamli Nypan fór á kostum og skoraði þrennu. Nypan er fyrsti sautján ára strákurinn til að skora þrennu í efstu deild í Noregi síðan sjálfur Erling Braut Haaland náði því fyrir Molde á móti Brann í júlímánuði árið 2018. Nypan er meira að segja 99 dögum yngri en Haaland var á þeim tíma. Nypan er fæddur 19. desember 2006 og var því bara 17 ára og 246 daga gamall í gær. Nypan hefur alls skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Hans besta staða er á miðri miðjunni en getur líka spilað fremst á miðjunni eða í framlínunni. Hann var á þriggja manna miðju í leiknum í gær. Mörkin hans komu í lok fyrri hálfleiks og svo á 72. og 78. mínútu. 🇳🇴 Sverre Halseth Nypan (17) vs. Lillestrøm:☑️ 80 minutes⚽️ 3 goals (1 penalty)🚀 5 shots🔀 3 dribbles completed🔑 1 chance created💥 6 touches in the opposition’s box🤩 4-0 win3 wins in their last 4 for @RBKfotball.A reminder that Nypan is only 17! 🤯 pic.twitter.com/I3XOKsYoc6— Football Wonderkids (@fbwonderkids) August 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira