Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:33 Innrás Úkraínu í Kúrskhéraði hófst 6. ágúst. Getty/Kostiantyn Liberov Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira