Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:33 Innrás Úkraínu í Kúrskhéraði hófst 6. ágúst. Getty/Kostiantyn Liberov Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira