Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðborginni eftir að árásarþoli var sleginn í rot og sparkað var í höfuð hans. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá reyndi maður að flýja undan lögreglu eftir að hann var stöðvaður við umferðareftirlit. Hann tók á rás á tveimur jafnfljótum en lögreglumenn náðu honum fljótt. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur og var handtekinn. Þegar á lögreglustöðina var komið reyndi hann aftur að flýja, þá í handjárnum.
Annar ökunmaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og í fórum hans fundust fíkniefni.
Átta ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Þrjár tilkynningar bárust um heimilisófrið í nótt og eru þau mál til rannsóknar. Þá bárust nokkrar tilkynningar um partýhald í heimahúsum.