Ótrúleg 34 skota vítakeppni í slag Íslendingaliða Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:34 Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Kenneth Taylor í leiknum ótrúlega við Ajax í kvöld. Getty/Patrick Goosen Sumir leikmenn þurftu að taka tvær vítaspyrnur, svo löng var vítaspyrnukeppnin á milli Ajax og Panathinaikos í Amsterdam í kvöld þegar Ajax komst áfram í umspil Evrópudeildarinnar í fótbolta. Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira