Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 15:18 Hart er tekist á í Kúrskhéraði og hafa um 120 þúsund íbúar svæðisins þurft að yfirgefa heimili sín. EPA/Rússneska varnamálaráðuneytið Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira