Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 12:16 Benedikt Gunnar Ófeigsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira