Gelt á Heiðu Eiríks í miðborginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2024 15:23 Heiða Eiríks segir alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Gelt var á Heiði Eiríksdóttur tónlistarkonu á laugardagskvöld af ungum drengjum, þar sem hún var á leið heim á göngu í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni eftir gleðskap þeirra í tilefni af Hinsegin dögum. Drengirnir tóku geltið upp á myndband. Hún segir að um hafi verið að ræða ömurlegan endi á kvöldinu og að það sé alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum. Heiða segir frá atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar segist hún hafa farið út að borða með vinkonu sinni í miðbæinn og að þær hafi svo farið í gönguferð. Þær hafi komið við á barnum 22 og svo á skemmtistaðnum Kíkí þar sem þær hafi dansað, hlegið og verið frjálsar. Yfirleitt pönkari en fór í drag þetta kvöld „Ég er yfirleitt frekar mikill pönkari í klæðaburði en ákvað að vera í dragi í gær. Drag hjá mér er að fara í pallíettukjól og vera extra mikil gella sem ég er ekki venjulega, en ég er samt stelpa sem er skotin í strákum,“ skrifar Heiða sem bætir því við að það séu kannski ekki alltaf hefðbundnir strákar. „Kannski ekki alltaf hefðbundnum strákum. Meira svona óstelpuleg stelpa sem er skotin í óstrákalegum strákum. En hvað er svosem það að vera stelpulegur eða strákalegur? Í dag er sem betur fer pláss fyrir allskonar. Einhverntíma skilgreindi ég mig sem queer. Nýlega fattaði ég það að ég væri kannski bara non-binary í minni kynvitund en ég væri streit í minni kynhneigð.“ Tóku myndband af geltinu Hún og vinkona hennar hafi um tíuleytið þetta kvöld ákveðið að halda heim á leið. Þær hafi verið glaðar og þreyttar, ánægðar með kvöldið. „Þá mætum við þremur ungum strákum sem gelta á okkur og eru að taka upp á myndband viðbrögð okkar og þeim finnast þeir æðislega fyndnir. Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu. Ef þeir hefðu stoppað og boðið uppá spjall þá hefði ég kannski náð að tala við þá og spyrja út í þetta, en þeir bara löbbuðu áfram hlægjandi.“ Heiða segir viðbrögð sín við þessu hafa verið pönkuð og ekki neitt útpæld. Hún hafi elt strákana með fokkjúmerki á lofti niður hálfa Hverfisgötu, alveg sjóðandi brjáluð. Hún kallaði þá heimska og sneri svo við. Heiða segist ekki vita hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá sér, hún sé pönkari í hjartanu. Þurfi að standa saman gegn fordómum „Ég var aldrei hrædd en djöfull fannst mér þetta leiðinlegt. Ömurlegur endir á frábæru kvöldi. Þegar ég kom heim og fór að sofa fór ég í alvöru að velta því fyrir mér hvort ég hefði kannski ekki átt að vera í þessum glamúrkjól og þeir hefðu ekki gert þetta ef ég hefði verið í venjulegu gallabuxunum og þungarokksbolnum sem ég klæðist oft.“ Heiða segir að hún hafi svo fattað að hún hafi ekki gert neitt rangt. Ekki frekar en öll hin sem lendi í þessu fáránlega gelti, sem Heiða hafi heyrt um en aldrei lent sjálf í fyrr en nú. „Þetta er svo mikið diss. Þetta er svo mikið gert viljandi til að reyna að láta einhverjum öðrum líða illa. Þetta er svo mikill óþarfi. Gay Pride er nauðsynlegt og við öll sem erum ekki með neina fordóma þurfum að vera sterk þegar kemur að því að uppfræða og uppræta þannig fordóma hjá hræddu fólki. Því hvað eru fordómar annað en hræðsla? Það er algjörlega stranglega bannað að vera fáviti. Stundum gleymist að láta öll vita af því. Hjálpumst að!“ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Heiða segir frá atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar segist hún hafa farið út að borða með vinkonu sinni í miðbæinn og að þær hafi svo farið í gönguferð. Þær hafi komið við á barnum 22 og svo á skemmtistaðnum Kíkí þar sem þær hafi dansað, hlegið og verið frjálsar. Yfirleitt pönkari en fór í drag þetta kvöld „Ég er yfirleitt frekar mikill pönkari í klæðaburði en ákvað að vera í dragi í gær. Drag hjá mér er að fara í pallíettukjól og vera extra mikil gella sem ég er ekki venjulega, en ég er samt stelpa sem er skotin í strákum,“ skrifar Heiða sem bætir því við að það séu kannski ekki alltaf hefðbundnir strákar. „Kannski ekki alltaf hefðbundnum strákum. Meira svona óstelpuleg stelpa sem er skotin í óstrákalegum strákum. En hvað er svosem það að vera stelpulegur eða strákalegur? Í dag er sem betur fer pláss fyrir allskonar. Einhverntíma skilgreindi ég mig sem queer. Nýlega fattaði ég það að ég væri kannski bara non-binary í minni kynvitund en ég væri streit í minni kynhneigð.“ Tóku myndband af geltinu Hún og vinkona hennar hafi um tíuleytið þetta kvöld ákveðið að halda heim á leið. Þær hafi verið glaðar og þreyttar, ánægðar með kvöldið. „Þá mætum við þremur ungum strákum sem gelta á okkur og eru að taka upp á myndband viðbrögð okkar og þeim finnast þeir æðislega fyndnir. Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu. Ef þeir hefðu stoppað og boðið uppá spjall þá hefði ég kannski náð að tala við þá og spyrja út í þetta, en þeir bara löbbuðu áfram hlægjandi.“ Heiða segir viðbrögð sín við þessu hafa verið pönkuð og ekki neitt útpæld. Hún hafi elt strákana með fokkjúmerki á lofti niður hálfa Hverfisgötu, alveg sjóðandi brjáluð. Hún kallaði þá heimska og sneri svo við. Heiða segist ekki vita hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá sér, hún sé pönkari í hjartanu. Þurfi að standa saman gegn fordómum „Ég var aldrei hrædd en djöfull fannst mér þetta leiðinlegt. Ömurlegur endir á frábæru kvöldi. Þegar ég kom heim og fór að sofa fór ég í alvöru að velta því fyrir mér hvort ég hefði kannski ekki átt að vera í þessum glamúrkjól og þeir hefðu ekki gert þetta ef ég hefði verið í venjulegu gallabuxunum og þungarokksbolnum sem ég klæðist oft.“ Heiða segir að hún hafi svo fattað að hún hafi ekki gert neitt rangt. Ekki frekar en öll hin sem lendi í þessu fáránlega gelti, sem Heiða hafi heyrt um en aldrei lent sjálf í fyrr en nú. „Þetta er svo mikið diss. Þetta er svo mikið gert viljandi til að reyna að láta einhverjum öðrum líða illa. Þetta er svo mikill óþarfi. Gay Pride er nauðsynlegt og við öll sem erum ekki með neina fordóma þurfum að vera sterk þegar kemur að því að uppfræða og uppræta þannig fordóma hjá hræddu fólki. Því hvað eru fordómar annað en hræðsla? Það er algjörlega stranglega bannað að vera fáviti. Stundum gleymist að láta öll vita af því. Hjálpumst að!“
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira