Þögull sem gröfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 12:17 Birgir Halldórsson við aðalmeðferð málsins árið 2023. Vísir Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutnings og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Aldrei rætt við Pétur Jökul í tengslum við málið Pétur Jökull sagðist við aðalmeðferð í morgun aðeins kannast við Birgi af þeim fjórum sem hlutu dóm í málinu. Þeir hefðu kynnst á Hverfisgötu þar sem báðir hefðu haft aðgang að húsnæði um tíma. „Ég er eiginlega ekki til í að samþykkja að vera bundinn vitnaskyldu. Ég hefði ekki þurft að tjá mig hefðu allir verið ákærðir samtímis,“ sagði Birgir fyrir dómi. Hann sagðist ekki sjá muninn á því og að koma núna aftur fyrir dóm. Hann vildi þó koma því á framfæri að þótt hann kannaðist við Pétur Jökul frá því fyrir löngu síðan á Hverfisgötu þá hefði hann aldrei rætt um hann í tengslum við þetta mál. „Búið gagnvart mér“ Birgir vildi ekki svara þeirri spurningu saksóknara hvort hann hefði einhvern tímann verið kallaður B. Eitthvað sem saksóknari spurði Pétur Jökul líka út í í morgun og sömuleiðis Pál Jónsson timbursala, sem afplánar dóm í málinu. Hann ítrekaði svo að afstaða hans að tjá sig ekki um málið væri sú sama og þegar hann var boðaður til skýrslutöku. „Ég er langt kominn með afplánun. Þetta er bara búið gagnvart mér. Það er búið að dæma mig á tveimur dómsstigum.“ Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari sagði þá þýðingarlítið að bera upp frekari spurningar. Þá áréttaði Daði Kristjánsson dómari að almennt væri það þannig að vitni sem kæmu fyrir dóm ættu að svara spurningum. „Já, en hvernig er hægt að taka þennan rétt af mér sem sakborningur í þessu máli. Það er gróft að svifta mig þeim rétti.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31 Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutnings og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Aldrei rætt við Pétur Jökul í tengslum við málið Pétur Jökull sagðist við aðalmeðferð í morgun aðeins kannast við Birgi af þeim fjórum sem hlutu dóm í málinu. Þeir hefðu kynnst á Hverfisgötu þar sem báðir hefðu haft aðgang að húsnæði um tíma. „Ég er eiginlega ekki til í að samþykkja að vera bundinn vitnaskyldu. Ég hefði ekki þurft að tjá mig hefðu allir verið ákærðir samtímis,“ sagði Birgir fyrir dómi. Hann sagðist ekki sjá muninn á því og að koma núna aftur fyrir dóm. Hann vildi þó koma því á framfæri að þótt hann kannaðist við Pétur Jökul frá því fyrir löngu síðan á Hverfisgötu þá hefði hann aldrei rætt um hann í tengslum við þetta mál. „Búið gagnvart mér“ Birgir vildi ekki svara þeirri spurningu saksóknara hvort hann hefði einhvern tímann verið kallaður B. Eitthvað sem saksóknari spurði Pétur Jökul líka út í í morgun og sömuleiðis Pál Jónsson timbursala, sem afplánar dóm í málinu. Hann ítrekaði svo að afstaða hans að tjá sig ekki um málið væri sú sama og þegar hann var boðaður til skýrslutöku. „Ég er langt kominn með afplánun. Þetta er bara búið gagnvart mér. Það er búið að dæma mig á tveimur dómsstigum.“ Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari sagði þá þýðingarlítið að bera upp frekari spurningar. Þá áréttaði Daði Kristjánsson dómari að almennt væri það þannig að vitni sem kæmu fyrir dóm ættu að svara spurningum. „Já, en hvernig er hægt að taka þennan rétt af mér sem sakborningur í þessu máli. Það er gróft að svifta mig þeim rétti.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31 Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21
Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31
Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04