Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:41 Dagur segir það koma á óvart að einhver vilji tala niður ókeypis námsgögn og skólamáltíðir. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“ Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira