Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:41 Dagur segir það koma á óvart að einhver vilji tala niður ókeypis námsgögn og skólamáltíðir. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“ Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira