Rússar lýsa yfir neyðarástandi Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 23:18 Vladimir Putin Rússlandsforseti. Rússar hafa nú lýst yfir neyðarástandi, en Úkraínumenn hófu gagnárás innan landamæra Rússlands í vikunni. AP Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira