„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 20:44 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, neyðist til að fara erfiðu leiðina því lið hans hefur ekki enn unnið heimaleik í Evrópukeppni í sumar. vísir / pawel „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira
Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira