Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2024 20:01 Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæj, á sæti í nefndinni ásamt þeim Guðnýju Sverrisdóttur og Árna Þór Sigurðsson sem gegnir formennsku. Vísir/Bjarni Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Innlent Fleiri fréttir Fleiri löggur og meiri viðvera „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins Hvor hafði betur í kappræðunum? Hrókera í nefndum Alþingis Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Vill halda Borgarspítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Sjá meira
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Innlent Fleiri fréttir Fleiri löggur og meiri viðvera „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins Hvor hafði betur í kappræðunum? Hrókera í nefndum Alþingis Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Vill halda Borgarspítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Sjá meira
Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05