Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 08:05 Líklegast er talið að gjósa á svæðum þar sem áður hefur gosið á síðustu mánuðum. Vísir/Vilhelm Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sjá meira
Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sjá meira