Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2024 19:41 Vatninu er dælt úr slöngum sem eru um fjögurra kílómetra langar. Vísir/Bjarni Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira