Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 19:10 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira