Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 19:10 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira