Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 23:06 Einar Þorsteinsson og Friðjón R. Friðjónsson. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13