Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 14:11 Carles Puigdemont með hnefa á lofti eftir að hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Barcelona í dag. Í baksýn er katalónsi fáninn, La senyera. AP/Joan Mateu Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49