Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 14:11 Carles Puigdemont með hnefa á lofti eftir að hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Barcelona í dag. Í baksýn er katalónsi fáninn, La senyera. AP/Joan Mateu Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49