Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 14:11 Carles Puigdemont með hnefa á lofti eftir að hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Barcelona í dag. Í baksýn er katalónsi fáninn, La senyera. AP/Joan Mateu Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Innlent Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Innlent Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Erlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Sjá meira
Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Innlent Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Innlent Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Erlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Sjá meira
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49