„Við mætum þessu með því að stækka fánann“ Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. ágúst 2024 10:56 Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir að fáninn verði stækkaður í dag. Vísir/Vésteinn Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin. Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“ Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04
Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13