Nýtt neyslurými opnar í Borgartúni: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. ágúst 2024 15:06 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Ívar Rauði kross Íslands opnaði í dag nýtt neyslurými í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“ Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“
Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira