Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:24 Skotið var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Grenndargralið Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó. Akureyri Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó.
Akureyri Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira