Walz sniðugur veiðimaður sem höfði til karla á miðjum aldri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 23:42 „Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ segir Friðjón um Walz. EPA/Vísir/Vilhelm Það á eftir að koma í ljós hvort Tim Walz, ríkisstjóri Minnesotaríkis og varaforsetaefni Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata í Bandaríkjunum sé betra val en Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníuríkis, en þeir tveir höfðu komið helst til greina. Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira